Velkomin á vef Spinna veflausna

Spinna veflausnir er hugbúnaðarstofa sem sérhæfir sig í gerð veflausna ásamt forritun á sérlausnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Hugmyndafræði og markmið okkar er að vinna að skemmtilegum og spennandi verkefnum í upplýsingatækni og á sama tíma nýta hæfileika fatlaðra og einstaklinga með skerta starfsgetu.

- Spinnum saman!

Þjónusta

Vefforritun

Við smíðum snjalla vefi, stóra og smáa.

Windows forritun

Sérmíðum hugbúnað fyrir Windows.

Ráðgjöf

Veitum ráðgjöf á öllum sviðum hugbúnaðargerðar.

Hýsing

Vefhýsing með 99.9% uppitími og daglega afritun.

Verkefni

On to Iceland

Fjölskylduvænn ferðavefur um Ísland á ensku þar sem safnað er helstu atriðum sem erlent fjölskyldufólk þarf að hafa í huga þegar ferðast á um Ísland.

Heimsækja vef

Vesen.is

Vefur um vesen

Heimsækja vef

Skráningakerfi FLS

Skráningakerfi Fluglæknaseturs heldur utan um læknisskoðanir og heilbrigðisvottorð fyrir flugliða.

Windows hugbúnaður

Tónleikar.net

Upplýsingavefur um tónlistaratburði og tónleikastaði á Íslandi.

Heimsækja vef

Ketilsson.com

Heimasíða Kolbeins Jóns Ketilssonar óperusöngvara.

Heimsækja vef

Um Spinna

Spinna veflausnir slf. var stofnað í þeim tilgangi að vera framsækin hugbúnaðarstofa með áherslu á að nýta hæfileika fatlaðra og einstaklinga með skerta starfsgetu við gerð á veflausnum og daglegum rekstri þeirra þar sem hver og einn getur ráðið sínu framlagi eftir eigin getu.

Allir vefir gerðir af Spinna veflausnum keyra á eigin vefumsjónarkerfi sem þróað hefur verið með hraða og sveigjanleika að leiðarljósi.

Stofnandi Spinna veflausna er Ólafur Brjánn Ketilsson. Ólafur, sem er með meðfædda CP hreyfihömlun, hefur B.S. próf í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur starfað bæði í einkageiranum sem og hinu opinbera við hugbúnaðargerð.

Ef þú ert með ábendingu eða óskar frekari upplýsinga um þjónustu okkar og lausnir, sendu okkur fyrirspurn á netfangið spinna@spinna.is.

Við svörum spurningum þínum með ánægju eins fljótt og auðið er.