Spinna veflausnir

Meira

Um Spinna

Spinna veflausnir er hugbúnaðarstofa sem sérhæfir sig í gerð veflausna ásamt forritun á sérlausnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hugmyndafræði okkar er að vinna án hagnaðarmarkmiðs að áhugaverðum og krefjandi verkefnum í upplýsingatækni og á sama tíma nýta hæfileika fatlaðra og einstaklinga með skerta starfsgetu þar sem hver og einn getur ráðið sínu framlagi eftir eigin getu.

Stofnandi Spinna veflausna er Ólafur Brjánn Ketilsson. Ólafur, sem er með meðfædda CP hreyfihömlun, hefur B.S. próf í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur starfað bæði í einkageiranum sem og hinu opinbera við hugbúnaðargerð.

Ef þú ert með ábendingu eða óskar frekari upplýsinga um þjónustu okkar og lausnir, sendu okkur fyrirspurn á netfangið spinna@spinna.is.

Við svörum spurningum þínum með ánægju eins fljótt og auðið er.

Spinnum saman!

Þjónusta

Vefforritun

Við smíðum snjalla vefi, stóra og smáa.

Windows forritun

Sérsmíðum hugbúnað fyrir Windows.

Ráðgjöf

Veitum ráðgjöf á öllum sviðum hugbúnaðargerðar.

Hýsing

Vefhýsing með 99.9% uppitími og daglega afritun.

Myndvinnsla

Vefborðar og auglýsingar.