Spinna veflausnir slf. er hugbúnaðarstofa sem nýtir hæfileika fatlaðra og einstaklinga með skerta starfsgetu.

Um Spinna

Spinna veflausnir er hugbúnaðarstofa sem sérhæfir sig í gerð veflausna ásamt forritun á sérlausnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hugmyndafræði okkar er að vinna án hagnaðarmarkmiða að áhugaverðum og krefjandi verkefnum í upplýsingatækni og á sama tíma nýta hæfileika fatlaðra og einstaklinga með skerta starfsgetu þar sem hver og einn ræður sínu framlagi eftir eigin getu í sjálfboðastarfi.

Tveir til þrír einstaklingar starfa að hverju verkefni sem við vinnum að. Við leggjum áherslu á að styrkja sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust við vinnu.

Stofnandi Spinna veflausna er Ólafur Brjánn Ketilsson. Ólafur er með meðfædda CP hreyfihömlun og hefur lokið B.S. próf í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ólafur hefur starfað í einkageiranum sem og hinu opinbera við hugbúnaðargerð í yfir 20 ár.

Þjónusta

Við smíðum og setjum upp snjalla vefi og allar vefsíður gerðar af Spinna veflausnum eru sérhannaðar fyrir hvern viðskiptavin.

Getum séð um öll stig vefsíðugerðar, allt frá því að kaupa lén til þess að skrifa og uppfæra innihald eftir að vefur hefur verið opnaður, allt eftir óskum viðskiptavinarins.

Allir vefir okkar koma með SSL skírteini og eru á vefhýsingu með 99.9% uppitíma og daglega afritun.

Spinna veflausnir sérsmíðar einnig hugbúnað fyrir Windows og tökum að okkur gerð vefborða og auglýsinga, bæði fyrir vef- og prentmiðla.

Spinnum saman!

Verkefni

Fjölmenning.is

Vefur

Kjarni málsins

Vefur

Þak Pappi ehf.

Vefur

Fluglæknar.is

Vefur

Reykjavik Taxi Company

Vefur

Hótel Borealis

Auglýsingar fyrir vef og prentmiðla

On to Iceland

Vefur

Fluglæknasetur: Skráningar- og bókhaldskerfi

Windows hugbúnaður

Fluglæknasetur: SMS áminningarkerfi

Windows hugbúnaður

Ketilsson.com

Vefur

Hafa samband

Ef þú óskar eftir frekari upplýsinga um þjónustu okkar eða lausnir, sendu okkur fyrirspurn á netfangið spinna@spinna.is eða þú getur hringt í síma + 354 864 9292.